Ekta indverskur matur

SKS-skólinn

Karnataka, Indlandi

 
JP_4219-1.jpg
 
JP_4336-2.jpg
SKS-skólinn í Karnataka á Suður-Indlandi var stofnaður árið 2002 að frumkvæði fjölskyldu stofnenda Hraðlestarinnar. Um 400 nemendur úr nærliggjandi þorpum og sveitum sækja skólann, sem hafa ekki þann kost að sækja nám annars staðar. Skólinn er fjármagnaður með frjálsum framlögum velunnara.
Fjármunum, sem safnað hefur verið til þessa, hefur verið varið í framkvæmdir við skólabyggingu, kennslubækur, skólabúninga, máltíðir og skólarútur sem koma nemendum leiðar sinnar úr allt að 30 kílómetra fjarlægð.
JP_4316-1 copy.jpg

Nemendur SKS eru á aldrinum 5-15 ára. Allir nemendur fá skólabúninga, bækur og máltíðir á hverjum degi. Í skólanum læra þau meðal annars stærðfræði, ensku, Hindi, líffræði og tölvunarfræði. Skólinn leggur ríka áherslu á rökræður, íþróttir og þátttöku í hinum ýmsu keppnum milli skóla, en þar hefur skólinn átt góðu gengi að fagna. Kennarar skólans eru allir háskólamenntaðir og einkunnir nemenda á samræmdum prófum eru yfir meðallagi.

Á síðustu árum tókst að safna nægum fjármunum til að stórbæta tölvuaðstöðu og opna bókasafn í skólanum. Á næstunni stendur til að efla aðstöðu skólans til verklegs náms í vísindafögum, en til þess þarf sérstakt söfnunarátak.

Ef þú vilt styrkja þetta verðuga málefni, þá er það hægt á öllum veitingastöðum okkar og með millifærslu á

reikningsnúmer 0515-26-580217, kennitölu 580216-0800.

Takk fyrir þinn stuðning.

JP_4223-1 3.jpg
 
 
 

धन्यवाद

 

 

JP_4401-2.jpg